Skilmálar og skilyrði fyrir sölu – USB ehf.
USB ehf
Kennitala: 560615-1080
VSK-númer: 120913
Vefur: www.usbheildsala.is
Með því að leggja inn pöntun hjá USB ehf samþykkir viðskiptavinur eftirfarandi skilmála og skilyrði:
1. Greiðsluskilmálar
Greiðsluseðill er stofnaður í heimabanka viðskiptavinar með 15 daga eindaga frá útgáfudegi nema annað sé sérstaklega samið um.
Við vanskil reiknast dráttarvextir samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, auk tilfallandi innheimtukostnaðar.
Ef greiðsla berst ekki innan 30 daga frá eindaga áskilur USB ehf sér rétt til að stöðva afhendingu á frekari vörum og fela innheimtukröfu viðurkenndu innheimtufyrirtæki án sérstaks fyrirvara.
2. Verð og sendingarkostnaður
Öll verð á www.usbheildsala.is eru með virðisaukaskatti (VSK).
Allur sendingarkostnaður er innifalinn í verði – engin viðbótar gjöld leggjast við nema sérstaklega sé tekið fram.
3. Afhending og frávik
Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og kostur er. Komi til tafa, skorts eða annarra frávika verður haft samband við viðskiptavin eins fljótt og auðið er.
Skilmálar viðskiptavinar sem víkja frá þessum gilda einungis ef þeir hafa verið skriflega samþykktir af USB ehf.
4. Kvartanir og ábyrgð
Kvartanir vegna vöru skulu berast innan 8 daga frá móttöku í tölvupósti á netfangið usb@usbheildsala.is eða með ábyrgðarbréfi. Að þeim tíma liðnum telst varan samþykkt.
USB ehf ábyrgist vörur í samræmi við íslensk lög um lausafjárkaup og neytendakaup þar sem við á. Ekki er tekið ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tjóni, t.d. vegna rekstrartaps eða gagnataps.
5. Lög og varnarþing
Um öll viðskipti við USB ehf gilda íslensk lög.
Ágreiningsmál skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjaness.